Fjármögnun fyrir græn norræn fyrirtæki

Nefco fjármagnar lítil og meðalstór fyrirtæki með lausnir sem hafa jákvæð áhrif á umhverfið eða loftslag. Við bjóðum lán á markaðsskjörum, fjármögnun með hlutafé og fjárhagslegan stuðning fyrir hagkvæmnisathuganir vegna alþjóðavæðingar. Ef fyrirtækið þitt hefur græna lausn og þið ráðgerið að útvíkka starfsemina og vaxa á alþjóðlegum mörkuðum, kynnið ykkur frekar þær fjármögnunarleiðir sem í boði eru fyrir ykkar fyrirtæki.

Fræðist meira um fjármögnunarleiðir okkar

Hjálpar litlum og meðalstórum íslenskum fyrirtækjum að vaxa

Við styðjum vöxt íslensku fyrirtækjanna á heimsmörkuðum til að hraða grænu umskiptunum. Meðal viðskipatvina okkar eru Klappir, Mannvit, Thor Ice Chilling solutions, Carbon Recycling International, D-Tech og mörg önnur lítil og meðalstór norræn fyrirtæki í vexti. Fjármögnun frá Nefco aðstoðar við að laða að fjármögnun frá viðskiptabönkum og öðrum einkafjárfestum til að brúa fjármagnsbilið til uppskölunar fyrirtækja.

Hafið samband við sérfræðinga okkar á sviði fjárfestinga

Nefco á Íslandi: Mun fleiri fjárfestingakostir í sjálfbærni og grænni tækni

Grænar fjárfestingar hafa tekið mikinn kipp á Íslandi. Nefco – the Nordic Green Bank fjármagnar nú fjölbreytt íslensk vaxtarfyrirtæki sem öll hlúa að umhverfinu á mismunandi hátt.

Lestu meira

Hvernig afla má fjármögnunar fyrir ykkar fyrirtæki

Nefco er alþjóðleg fjármálastofnun í norrænni ríkiseigu sem hefur fjármagnað græn fyrirtæki og umhverfisverkefni síðan 1990. Við bjóðum úrval fjármögnunarmöguleika til lítilla og meðalstórra vaxtarfyrirtækja sem stefna á vöxt á alþjóðlegum mörkuðum. Nefco er reiðubúið að taka fjárhagslega áhættu ef það eru græn áhrif af fjárfestingunni.

Fjárfestingar á heimsmörkuðum

Nefco veitir lán á markaðskjörum og hlutafjár fjármögnun fyrir lítil og meðalstór norræn fyrirtæki með verkefni sem útvíkka grænar lausnir á alþjóðlegum mörkuðum. Fræðist meira um fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki – halið niður PDF

Fast-track fjármögnun styður vöxt

Fast-track lánsfjármögnun Nefco beinist að fyrirtækjum sem eru að takast á við áskoranir sínar um alþjóðlegan vöxt. Lánin eru án veða og má nýta til að fjármagna bæði fjárfestingar og rekstrarfé tengt alþjóðavæðingu fyrirtækisins. Umsóknarferlið er staðlað og hraðvirkt. Fræðist meira um Fast-track fjármögnun Nefco – halið niður PDF.

Að styrkja vöxt á heimsvísu með Nopef fjármögnun

Norræni verkefnasjóðurinn (Nopef) greiðir fyrir útrás grænna norræna lausna á heimsmörkuðum.  Fjárhagsstuðningur veittur af Nopef getur fjármagnað kostnað fyrir hagkvæmnisathuganir rannsóknir og annan viðskiptaundirbúning. Lítil og meðalstór norræn fyrirtæki geta sótt um Nopef fjármögnun fyrir sín alþjóðavæðingarverkefni á mörkuðum utan ESB/EFTA. Lesið meira um Nopef- halið niður PDF

Hafið samband við fjárfestingarráðgjafa Nefco

Hafið samband við okkur

Hafið þið áhuga á að hitta einn af fjárfestingar ráðgjöfunum okkar? Vinsamlegast sendu inn formið og við verðum í sambandi við þig fljótlega.

    Með því að staðfesta áskrift að fréttabréfi staðfesti ég einnig að ég er samþykk(ur) skilmálum sem settir eru fram í persónuverndarstefnu Nefco (https://www.nefco.int/privacy-policy-2/).
  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.

Norrænar vaxtarsögur