Hvernig afla má fjármögnunar fyrir ykkar fyrirtæki
Nefco er alþjóðleg fjármálastofnun í norrænni ríkiseigu sem hefur fjármagnað græn fyrirtæki og umhverfisverkefni síðan 1990. Við bjóðum úrval fjármögnunarmöguleika til lítilla og meðalstórra vaxtarfyrirtækja sem stefna á vöxt á alþjóðlegum mörkuðum. Nefco er reiðubúið að taka fjárhagslega áhættu ef það eru græn áhrif af fjárfestingunni.
Fjárfestingar á heimsmörkuðum
Nefco veitir lán á markaðskjörum og hlutafjár fjármögnun fyrir lítil og meðalstór norræn fyrirtæki með verkefni sem útvíkka grænar lausnir á alþjóðlegum mörkuðum. Fræðist meira um fjármögnun fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki – halið niður PDF
Green Recovery fjármögnun styður vöxt
Green Recovery lánsfjármögnun Nefco beinist að fyrirtækjum sem eru að takast á við áskoranir sínar um alþjóðlegan vöxt. Lánin eru án veða og má nýta til að fjármagna bæði fjárfestingar og rekstrarfé tengt alþjóðavæðingu fyrirtækisins. Umsóknarferlið er staðlað og hraðvirkt. Fræðist meira um Green Recovery fjármögnun Nefco – halið niður PDF
Að styrkja vöxt á heimsvísu með Nopef fjármögnun
Norræni verkefnasjóðurinn (Nopef) greiðir fyrir útrás grænna norræna lausna á heimsmörkuðum. Fjárhagsstuðningur veittur af Nopef getur fjármagnað kostnað fyrir hagkvæmnisathuganir rannsóknir og annan viðskiptaundirbúning. Lítil og meðalstór norræn fyrirtæki geta sótt um Nopef fjármögnun fyrir sín alþjóðavæðingarverkefni á mörkuðum utan ESB/EFTA. Lesið meira um Nopef- halið niður PDF